You can edit almost every page by Creating an account. Otherwise, see the FAQ.

Sun Wukong

From EverybodyWiki Bios & Wiki


Sun Wukong, einnig þekktur sem Apakóngurinn, er kínverskur hrekkjalómsguð en goðsagan um hann birtist fyrst í ævintýraskáldsögunni Vesturferðin(e. Journey to the West) frá Song-Dynasty tímabilinu. Sagan fjallar um búddamunkinn Tang Sanzang sem ferðast frá heimahögum sínum í Suður Kína til Indlands til að ná í heilaga texta til Kína til að upplýsa heimamenn sína. Wukong er öryggisvörður munksins í ferðinni, eftir að Sanzang frelsaði hann undan 500 ára tilvist undir fjalli einu.

Wukong á enga ættarsögu því hann á að hafa fæðst út úr töfrakletti á fjallinu Mount Huaguo eftir að vindur blés á klettinn. Hann gat strax gengið og talað, en þegar hann opnaði augu sín skutust ljósgeislar frá augasteinum hans upp í himininn sem gerðu Jade Keisara bilt við. Wukong leiddist síðan út í skóginn og varð leiðtogi apanna þar eftir að hann stökk inn í foss einn og fann uppruna hans. Eftir það var hann kallaður Apakóngurinn og varð mikill goð sem barðist við Drekakónginn(e. Dragon King) og aðra sædjöfla. Í sigrunum sínum öðlaðist hann öflug vopn, m.a. gullhringabrynju sem er hans einkennistákn ásamt fönixhúfu, skýjaskó og galdrastaf.

Þegar tími kom fyrir Yan Wang, sem var konungur Helvítis, að ná í sál Wukongs þá plataði Apakóngurinn hann til að hleypa sér aftur til jarðar án þess að fara í gegnum endurholgun. En áður en hann yfirgaf helvíti þá náði Wukong að eyða nafni sínu og allra skógarapa úr Bók hinna lifandi og dauðu. Yan Wang leitaði því til Jade Keisara vegna áhyggjum sínum um að lítill api væri að hafa áhrif á jafnvægi lífsins.

Jade Keisari ákvað því að leyfa Apakónginum að lifa í himnaríki með hinum guðunum svo honum gæti hann fundist mikilvægur. Þegar hann kom síðan til himnaríkis var honum úthlutað lágkúrulegasta verkið, að gæta hesta Jades Keisara. Hann áttaði sig á því að guðirnir myndu aldrei líta á hann sem jafningja vegna þess að hann var api. Til þess að sanna sig fyrir guðunum varð hann heltekinn af hugmyndinni um ódauðleika og helgaði lífi sínu í leit að hinu ódauðlega lífi. Þegar Jade Keisari hvatti hann síðan til að taka upp önnur árangursríkari verkefni þá brást Wukong illa við og sagði að slíkt myndi ekki leiða til ódauðleika. Eitt sinn hélt Jade Keisari síðan veislu handa konu sinni, Xiwangmu, þar sem Wukong var ekki boðið. Wukong frétti af veislunni og ákvað að líta við. Allir guðirnir hlógu að honum og særði það hann mikið. Hann ákvað því að tilnefna sig Hinn mikla vitring jafnan Himnaríkis og hóf að hæðast að Jade Keisara. Jade Keisari sendi hermenn til að handtaka Wukong en án árangurs. Eftir að hafa sigrað síðasta hermanninn öskraði Wukong: Munið nafnið mitt, Hinn mikli vitringur jafn Himnaríkis.

Jade Keisari var því að lokum þvingaður til að viðurkenna mátt apans og gerði hann að verði ódauðleikaferskjanna hennar Xiwangmu á himnum. En þetta var ekki nóg fyrir Apakónginn sem taldi sig vera jafnan sjálfum Jade Keisara. Hann horfði á hið nýja hlutverk hans á himnum sem aðra móðgun og át allar ódauðleikaferskjurnar. Jade Keisari varð æfur og sendi aðra hermenn til að handtaka apann en án árangurs. Því sagði hann Búdda frá því sem hafði gerst og bannfærði Búdda apann frá himnum og festi hann undir fjalli til að hugsa um það sem hann hafði gert.

References[edit]

https://mythopedia.com/chinese-mythology/gods/sun-wukong/

Sun Wukong[edit]


This article "Sun Wukong" is from Wikipedia. The list of its authors can be seen in its historical and/or the page Edithistory:Sun Wukong. Articles copied from Draft Namespace on Wikipedia could be seen on the Draft Namespace of Wikipedia and not main one.